Choose language

Choose language

UM CAT-KASSANN

Hugræn tilfinningaleg þjálfun (CAT) er aðferð til að hafa áhrif á og skipuleggja samræður manna á milli um hugsanir, tilfinningar og hegðun með aðstoð vel valinna verkfæra sem tilheyra CAT-kassanum.

CAT-kassinn var upphaflega þróaður í Danmörku með börn og ungmenni á einhverfurófi í huga, og í meira en tíu ár hefur aðlaðandi útlit hans stuðlað að gagnkvæmum samskiptum, bættum sjálfsskilningi og betri samskiptahæfni notenda. 

 

Reynslan af notkun CAT-kassans hefur leitt í ljós að hann er mikilvægt hjálpartæki þegar unnið er með félagsleg samskipti, bæði í sérkennslu og almennri kennslu. Á Norðurlöndum er CAT-kassinn notaður í leik- og grunnskólum, í sérkennslu, á sambýlum og dagþjónustu og einnig þjónustu við geðfatlaða.

 

Sálfræðingar nota CAT-kassann í hugrænni atferlismeðferð með börnum, ungmennum og fullorðnum. Aðferðin hentar vel einstaklingum með raskanir á einhverfurófi, athyglisbrest, þráhyggju, hegðunar- og tilfinningavanda og svipaðan vanda.

 

CAT-kassinn er sjónrænt skipulag sem hægt er nota til að skýra út, auka sjálfsvitund, ræða um persónulega reynslu og ekki síst til að finna nýjar og hentugri aðferðir til samskipta og til að tjá hugsanir og tilfinningar. Kassinn er bæði til í prentútgáfu og sem app, á níu mismunandi tungumálum.

LESA UM APPIÐ KASSINN

NÁMSKEIÐ

VELJA DAGSETNINGU

Um Okkur

Cat-kit.com er hlutfélag stofnað í ágúst 2004 af

  • Annette Møller Nielsen Sálfræðingur
  • Kirsten Callesen Sálfræðingur
  • Michael Ellermann Sálfræðingur
  • Tony Attwood Sálfræðingur
  • Jørgen & Lis Prenthönnuðir

 

kt: 28100981.
Heimilisfang: c/o Avnsbjergvej 50, 4174 Jystrup
sími: (+45) 3052 8769.
netfang: [email protected]

CAT kassar á Norðurlandamálum koma frá, Einhverfumiðstöð Storstrøm   

Tengiliður